Sala á Fiat er stórum minni en áður og munar þar mikið um samdrátt í Evrópu. Á bílasýningunni í Detroit á dögunum.
Sala á Fiat er stórum minni en áður og munar þar mikið um samdrátt í Evrópu. Á bílasýningunni í Detroit á dögunum.
Fjórða árið í röð dróst bílasala í Evrópu saman á nýliðnu ári, 2011. Hefur það bitnað hart á Fíat, PSA/Peugeot-Citroën og Renault. Þá er met atvinnuleysi í evrópskum bílaiðnaði.

Fjórða árið í röð dróst bílasala í Evrópu saman á nýliðnu ári, 2011. Hefur það bitnað hart á Fíat, PSA/Peugeot-Citroën og Renault. Þá er met atvinnuleysi í evrópskum bílaiðnaði. Nýskráningar í Evrópusambands- og EES-löndunum drógust saman um 1,4% í fyrra frá árinu 2010. Seldar voru alls 13,6 milljónir nýrra bíla. Munaði miklu um niðurstöðuna, að 5,8% samdráttur átti sér stað í desember, að sögn hagsmunasamtaka bílaframleiðenda, ACEA.Varð samdráttur í fjórum af fimm stærstu markaðslöndunum. Verst varð útkoman á Ítalíu þar sem samdrátturinn nam 18% og á Spáni, en þar voru seldir 11% færri bílar í fyrra en 2010. Í Bretlandi nam lækkunin 4% og í Frakklandi 2%. Einungis var um aukningu að ræða í Þýskalandi, eða 9%. Sérfræðingar í bílaiðnaði álíta, að nýbyrjað ár verði bílaframleiðendum í Evrópu mjög erfitt, sjá fram á allt að 5% samdrátt. Við þetta bætist að tiltrú neytenda í Evrópu minnkaði áttunda mánuðinn í röð í nýliðnum desember og hefur ekki mælst minni frá í ágúst 2009. Loks hefur atvinnuleysi í Evrópu ekki verið meira frá því á síðustu öld.

Bílasala PSA-samsteypunnar, næststærsta bílsmiðs álfunnar á eftir Volkswagen, í Evrópu dróst saman um 9% í fyrra, sala Fíat minnkaði um 12% og Renault um 8%. Sergio Marchionne, forstjóri Fíat, óttast, að sala aukist ekki að marki fyrr en 2014. Seldi fyrirtækið innan við 1,7 milljónir bíla á heimamarkaði eða færri en í rúman aldarfjórðung.

agas@mbl.is