Líklegt er að þeim fari fjölgandi, bílunum sem boðnir verða með möttu lakki
Líklegt er að þeim fari fjölgandi, bílunum sem boðnir verða með möttu lakki — Morgunblaðið/
Bílar með möttu lakki er ekki algeng sjón og helst að ungir ökumenn sjáist á handbrúsasprautuðum slíkum bílum sem muna mega fífil sinn fegurri. Það er þó langt í frá algilt og bílaframleiðendur eru farnir að bjóða nýja bíla með þessari áferð.
Bílar með möttu lakki er ekki algeng sjón og helst að ungir ökumenn sjáist á handbrúsasprautuðum slíkum bílum sem muna mega fífil sinn fegurri. Það er þó langt í frá algilt og bílaframleiðendur eru farnir að bjóða nýja bíla með þessari áferð. Nú hefur Mercedes Benz bæst í þann hóp og ætlar fyrirtækið að bjóða nýjustu gerðir CLS550 og CL63 bílanna með mattri áferð í nokkrum litum. Athygli vakti á Detroit bílasýningunni á síðasta ári þegar Hyundai sýndi sportbílinn Velostar með mattri áferð og þannig lakkaður stendur hann kaupendum til boða. Búast má við að fleiri bílaframleiðendur fylgi í kjölfarið.