Skilin Heidi Klum og Seal á meðan allt lék í lyndi.
Skilin Heidi Klum og Seal á meðan allt lék í lyndi. — Reuters
Heidi Klum og Seal gerðu sér grein fyrir því í jólafríinu að hjónabandinu væri lokið. Mánuðirnir á undan höfðu verið annasamir hjá þeim báðum og hlökkuðu þau til að geta loks notið samvista með börnunum í skíðafríi í Aspen í Colorado yfir jólahátíðina.

Heidi Klum og Seal gerðu sér grein fyrir því í jólafríinu að hjónabandinu væri lokið. Mánuðirnir á undan höfðu verið annasamir hjá þeim báðum og hlökkuðu þau til að geta loks notið samvista með börnunum í skíðafríi í Aspen í Colorado yfir jólahátíðina. En stemningin varð ekki alveg eins og þau höfðu vonað því jólafríið snerist upp í eitt allsherjarrifrildi á milli hjónanna.

Klum tilkynnti á mánudag að sjö ára hjónabandi hennar og tónlistarmannsins væri lokið. Þau munu hafa fjarlægst hvort annað síðustu vikur og mánuði og jólarifrildið var kornið sem fyllti mælinn. Seal gamli er sagður erfiður í skapi og dyntóttur með afbrigðum og Klum var að sögn búin að fá nóg af þrasi og leiðindum. Hún vildi ekki rífast meira og sá að það væri best að skilja núna, áður en ósættið færi að hafa áhrif á börnin fjögur.