Bókin Axels Kristinssonar sagnfræðings, Expansions: Competition and Conquest in Europe Since the Bronze Age , er nú fáanleg á Kindle-formi í vefverslun Amazon vefverslunarinnar. Því er hægt að kaupa stafræna útgáfu og lesa á tölvu, spjaldtölvu eða öðrum tækjum sem geta notað Kindle.
Bókin, sem gefin er út af ReykjavíkurAkademíunni, fjallar á nýstárlegan hátt um útþenslu Grikkja, germana, víkinga og annarra og er beitt nálgun sem byggist á þróunarfræði og flækjufræði.
Bókinni er hælt í ritdómi á Cliodynamics, ritstýrðu vísindariti á netinu.