Rapparinn og athafnamaðurinn Jay-Z opnaði á ný dyr 40/40 Club, sem hann á og rekur í New York, eftir gagngerar endurbætur. Barinn er hugsaður sem sportbar af dýrari týpunni.
Rapparinn og athafnamaðurinn Jay-Z opnaði á ný dyr 40/40 Club, sem hann á og rekur í New York, eftir gagngerar endurbætur. Barinn er hugsaður sem sportbar af dýrari týpunni. Innanstokks fara saman ýmsir gripir sem tengjast eftirlætisíþróttum kappans og svo gullslegnar innréttingar í hólf og gólf. Kampavínsuppstillingin á barnum er svo kapítuli út af fyrir sig. Meðal þeirra sem sóttu enduropnunina voru körfuboltakappinn Lebron James hjá Miami Heat, söngkonurnar Rihanna og Ashanti og fjárfestirinn Warren Buffet lét sig ekki vanta heldur. Eins og sjá má er staðurinn hinn ríkmannlegasti að sjá enda Jay-Z ekki vanur að afgreiða hlutina með hangandi hendi.