[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Stundum tekst hönnuðum að hugsa langt út fyrir rammann og skapa alveg nýja hugsun.

Stundum tekst hönnuðum að hugsa langt út fyrir rammann og skapa alveg nýja hugsun.

Því miður virðast þessar skálar ekki lengur fáanlegar, en heiðurinn af hönnuninni á ungur franskur hönnuður að nafni Geraldine de Beco og voru diskarnir framleiddir af postulínsverksmiðju Bernardaud. Og jafnvel þótt skálarnar væru enn í boði myndu sennilega fæstir hafa efni á að kaupa þær fyrir eldhússkápinn, og hvað þá tíma að nota hversdags undir morgunkornið – því hver skál kostaði um 35.000 kr.

Eins og myndirnar sýna þá er galdurinn í skálum de Beco að aðeins þegar skálin er fyllt koma í ljós útlínur dýrs. Listin vaknar því ekki til lífs fyrr en einhverju er hellt ofan í annars stílheinar og einfaldar skálarnar.

ai@mbl.is