— Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Egill Ólafsson egol@mbl.is Innflutningur á kjötvörum var tvöfalt meiri á síðasta ári en árið 2010. Verðmæti kjötútflutningsins fyrstu ellefu mánuði ársins nam 1.152 milljónum, en nam 612 milljónum sömu mánuði árið 2010.

Egill Ólafsson

egol@mbl.is

Innflutningur á kjötvörum var tvöfalt meiri á síðasta ári en árið 2010. Verðmæti kjötútflutningsins fyrstu ellefu mánuði ársins nam 1.152 milljónum, en nam 612 milljónum sömu mánuði árið 2010. Á næstu dögum verður lagt fram frumvarp á Alþingi sem felur í sér breytta framkvæmd á innflutningi búvara á lágmarkstollum. Ekkert var flutt inn af landbúnaðarvörum á lágmarkstollum á meðan Jón Bjarnason var sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Mest er flutt inn af nautakjöti, kjúklingum og svínakjöti. Talsvert er líka flutt inn af villibráð og unnum kjötvörum. Innflutningur á ostum og unnum mjólkurvörum hefur einnig aukist milli ára, en þó mun minna en á kjötvörum.

Í desember bauð sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið út tollkvóta vegna samnings við Evrópusambandið um tollfrjálsan innflutning. Niðurstaða útboðsins er að innflytjendur greiða um 200 milljónir fyrir að fá að flytja inn tollfrjálst.

Ekkert hefur hins vegar verið flutt inn síðustu ár á grundvelli GATT-samnings um innflutning á búvörum á lágmarkstollum. Ástæðan er sú að Jón Bjarnason ákvað að innflutningurinn ætti að verða á grundvelli verðtolla en ekki magntolla. Það þýddi að tollurinn á vörunum varð hærri en af vörum sem fluttar voru inn á grundvelli almennra tolla. 6