Karl Sigurbjörnsson biskup heldur til Malaví í Afríku í byrjun næstu viku til að kynna sér starfsemi Hjálparstarfs kirkjunnar í landinu.
Karl Sigurbjörnsson biskup heldur til Malaví í Afríku í byrjun næstu viku til að kynna sér starfsemi Hjálparstarfs kirkjunnar í landinu. Hann verður vikutíma í landinu en með honum í för verða Ingibjörg Pálmadóttir, fyrrverandi heilbrigðisráðherra og formaður stjórnar Hjálparstarfsins, Jónas Þórir Þórisson framkvæmdastjóri og Anna M. Ólafsson verkefnastjóri.
Hjálparstarf kirkjunnar starfar í Malaví með innlendum aðilum að stuðningi við fjölskyldur sjálfsþurftarbænda.