[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Menningin Í Kjarvalstöðum stendur yfir sýning á verkum dönsku listakonunnar Karen Agnete Þórarinsson (1903-1992). Nefnist sýningin „Draumalandið mitt í norðri“, en Karen var ákaflega hrifin af Íslandi.
Menningin Í Kjarvalstöðum stendur yfir sýning á verkum dönsku listakonunnar Karen Agnete Þórarinsson (1903-1992). Nefnist sýningin „Draumalandið mitt í norðri“, en Karen var ákaflega hrifin af Íslandi.

Bókin Séra Solveig Lára Guðmundsdóttir hefur sent frá sér bókina „Aðgát skal höfð í nærveru sálar“. Þar miðlar hún af reynslu sinni uppbyggilegum orðum sem eiga erindi við alla.

Platan Það má segja margt um árið 2007 á Íslandi en með því betra er platan The First Crusade með öndvegissveitinni Jakobínurínu. Illu heilli þraut sveitina örendi skömmu síðar svo fleiri eru skífurnar ekki...ennþá. Piltar? Eruð þið þarna?

Drykkurinn Fyrir þá sem óttast ekki ölsopa svo dökkan að tappa mætti honum á penna og skrifa með honum, og svo öflugan að áfengismagni að tylft prósenta nemur, er athugandi að bragða Surt, þorrabjórinn frá Borg brugghúsi. Hinum er bent á að passa sig.

Maturinn Flatkökur eru ekki bara ljúffengar heldur líka bráðhollar. Hið þjóðlega yfirbragð spillir heldur ekki fyrir nú á þorra. Flest álegg fer vel á flatköku og má nefna smér og hangiket, rjómaost og reyktan lax, lifrarkæfu með rauðri papriku og ferskri steinselju og ótalmargt fleira. Svo má víða finna uppskrift að heimabökuðum flatkökum og baksturinn er líka sáraeinfaldur.