Ríkisstjórnarflokkarnir stefna að því að leggja fram þingsályktunartillögu um skiptingu ráðuneyta í lok febrúar eða byrjun mars. „Ég get ekki gefið nánari tímasetningar.
Ríkisstjórnarflokkarnir stefna að því að leggja fram þingsályktunartillögu um skiptingu ráðuneyta í lok febrúar eða byrjun mars.
„Ég get ekki gefið nánari tímasetningar. Það er verið að vinna þetta í ráðherranefnd eins og ég upplýsti varðandi þessar breytingar. Ég geri ráð fyrir að það taki nokkrar vikur og ég vona að þær geti verið komnar hér inn í þing í lok febrúar eða byrjun mars,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra á Alþingi í gær. Í kjölfar þingsályktunartillögu er gefinn út forsetaúrskurður um skiptingu ráðuneyta.