Veiðar Víða um heim byggir fólk afkomu sína upp á fiskveiðum.
Veiðar Víða um heim byggir fólk afkomu sína upp á fiskveiðum. — Reuters
Í dag sýnir Konfúsíusarstofnun heimildamyndina Betra líf í stofu 101 í Odda en sýningin hefst klukkan 17. Myndin segir frá því þegar margir bændur og fjölskyldur þeirra fluttu í lítið sjávarþorp í Suður-Kína fyrir tíu árum.

Í dag sýnir Konfúsíusarstofnun heimildamyndina Betra líf í stofu 101 í Odda en sýningin hefst klukkan 17.

Myndin segir frá því þegar margir bændur og fjölskyldur þeirra fluttu í lítið sjávarþorp í Suður-Kína fyrir tíu árum. Fólkið flutti frá fjarlægum þorpum í leit að betra lífi þegar aðstæður þeirra voru orðnar óbærilegar. Á þessum nýja stað þurft það að læra ný vinnubrögð og læra að lifa við nýjar aðstæður.

Smám saman læra þau meira um hefðir nýja heimilisins og á meðan karlarnir sjá um að renna fyrir fisk sjá konurnar um að semja við kaupendur frá Kanton og bókhaldið. Ekki er ljóst hvort þau geti aðlagast breytingunum og komist lífs af á nýjum stað. Allir eru velkomnir á sýninguna en aðgangur er ókeypis og sýningartími rétt tæpur klukkutími.