[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Á næstunni mun Cocoa Puffs og Honey Cheerios, morgunkornið sem Íslendingar láta sér svo vel líka, fást með nýrri uppskrift og verða í hillum verslana um land allt.

Á næstunni mun Cocoa Puffs og Honey Cheerios, morgunkornið sem Íslendingar láta sér svo vel líka, fást með nýrri uppskrift og verða í hillum verslana um land allt. Þessar tegundir, sem auðkenndar eru með bláum topp og íslenskum umbúðum, leysa eldri tegundir af hólmi. Breytingin er sú í stuttu máli sagt að sykurinnihald er minna sem og magn fitu og salts.

„Er þetta gert til að koma til móts við auknar kröfur neytenda sem vilja vöruna hreina og sem minnst af viðbættum efnum,“ segir í tilkynningu frá Natan og Olsen sem er innflytjandi þessarar vöru.