Gítargoð Gummi P. leikur lög af Elabórat, nýjustu plötu sinni, á sunnudaginn.
Gítargoð Gummi P. leikur lög af Elabórat, nýjustu plötu sinni, á sunnudaginn.
Guðmundur Pétursson gítarleikari og hljómsveitin Mekkamoos halda tónleika á Gauk á Stöng sunnudaginn 29. janúar kl. 21.
Guðmundur Pétursson gítarleikari og hljómsveitin Mekkamoos halda tónleika á Gauk á Stöng sunnudaginn 29. janúar kl. 21. Mekkamoos er ný framsækin hljómsveit skipuð bræðrunum Guðmundi Óskari, bassaleikara Hjaltalín, og Sigurði Guðmundsyni, Hjálmi, er leikur á hljómborð. Auk þeirra leikur Leifur „Jazz“ Jónsson á hljómborð og básúnu en trommuleikari er Jón Indriðason. Með Guðmundi verða Pétur Ben á gítar og selló, Styrmir Hauksson á hljómborð, Valdi Kolli leikur á bassa og Kristinn Agnarsson á trommur.