„Það er stefna okkar að bjóða viðskiptavinum okkar upp á samkeppnishæft verð. Þess vegna lækkuðum við aftur – en þörfin er enn til staðar,“ segir Samúel Guðmundsson, framkvæmdastjóri vörustýringarsviðs Olís.

„Það er stefna okkar að bjóða viðskiptavinum okkar upp á samkeppnishæft verð. Þess vegna lækkuðum við aftur – en þörfin er enn til staðar,“ segir Samúel Guðmundsson, framkvæmdastjóri vörustýringarsviðs Olís.

Fyrirtækið hækkaði verð á bensíni um þrjár krónur í fyrradag og dísilolíu um tvær krónur vegna hækkunar olíuverðs á heimsmarkaði og gengisþróunar. Hin olíufélögin fylgdu ekki og því lækkaði Olís verðið aftur í gær.

Bensínlítrinn kostar nú 250,40 kr. hjá Skeljungi en 248,60 kr. hjá N1 og Olís. Lægsta verðið er hjá Orkunni, 248,30 kr. Algengt verð á dísilolíu er 256,10 kr. helgi@mbl.is