Jón Sigurðsson
Jón Sigurðsson
Jón Sigurðsson, forstjóri stoðtækjafyrirtækisins Össurar, mun á Viðskiptaþingi í dag ræða sérstöðu Íslendinga og muninn á því að koma með viðskiptamenn til Íslands og að vera sjálfur útlenskur viðskiptamaður.

Jón Sigurðsson, forstjóri stoðtækjafyrirtækisins Össurar, mun á Viðskiptaþingi í dag ræða sérstöðu Íslendinga og muninn á því að koma með viðskiptamenn til Íslands og að vera sjálfur útlenskur viðskiptamaður.

Er gjörólíkt reynslu þeirra erlendis

Að hans mati er erlendum viðskiptamönnum ekki tekið fagnandi hérlendis, öfugt við reynslu hans af því hvernig þeim er tekið fagnandi þegar hann kemur sem erlendur viðskiptamaður til annarra landa.

Össur hf. skilaði fyrir tæpri viku ársuppgjöri þar sem kom fram að söluvöxtur á árinu 2011 hefði verið 9%.

Meðal annars sem Jón segir er að Össur þurfi að finna fjárfestingakosti eða greiða út arð.

Jón hefur þessa vikuna verið á ferðalagi um Evrópu að kynna ársuppgjörið fyrir fjárfestum á ýmsum mörkuðum. Nánar er rætt við Jón Sigurðsson í Morgunblaðinu á morgun. 16