Baldur Arnarson baldura@mbl.is Umskipti hafa orðið á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu. Íbúðaverð er tekið að hækka á ný eftir verðlækkun í kjölfar efnahagshrunsins.

Baldur Arnarson

baldura@mbl.is

Umskipti hafa orðið á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu. Íbúðaverð er tekið að hækka á ný eftir verðlækkun í kjölfar efnahagshrunsins.

Þetta má lesa úr tölum Fasteignaskrár en samkvæmt þeim hækkaði íbúðaverð um 4,7% að raungildi á 12 mánaða tímabili frá desember 2010 og fram í desember í fyrra.

Samkvæmt Hagstofu Íslands hækkaði húsaleiga á báðum helmingum síðasta árs. Er það mat Leigulistans að leiga á höfuðborgarsvæðinu hafi hækkað um 4-8% á árinu 2011.

Dýrt að mæta eftirspurninni

Byggingarkostnaður hefur áhrif á framboðið en Gunnar Þorláksson, framkvæmdastjóri Byggingarfélags Gylfa og Gunnars, bendir á að ekki sé hagkvæmt að byggja eins til tveggja herbergja íbúðir um þessar mundir.

Birgir Ottósson, forstöðumaður þjónustudeildar Félagsbústaða, segir skort á litlum leiguíbúðum. Þá sé biðlisti eftir stærri íbúðum hjá Félagsbústöðum, m.a. vegna þess að viðskiptavinir ráði ekki við markaðsverð eins og sakir standa.

Guðlaugur Örn Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Leigulistans, telur svigrúm fyrir meira framboð á leigumarkaðnum.

Húsaleiga hækkar enn 6

Mikil eftirspurn
» Samkvæmt upplýsingum Neytendasamtakanna er eftirspurn eftir leiguhúsnæði mun meiri en framboðið.
» Allt stefnir í að 1.600-1.700 manns leiti til samtakanna á þessu ári með fyrirspurnir um leigumál.