Fyrir jólin bauðst almenningi að kaupa pakkaskraut hannað af Arca Design Island undir heitinu „Pakki á pakka“. Aðrir sem stóðu að átakinu voru Lógoflex og Markó-Merki.

Fyrir jólin bauðst almenningi að kaupa pakkaskraut hannað af Arca Design Island undir heitinu „Pakki á pakka“. Aðrir sem stóðu að átakinu voru Lógoflex og Markó-Merki.

Um var að ræða jólatréð sem selt var hjá Arca Design í Grímsbæ við Bústaðaveg.

Alls voru seld 805 tré og var hvert þeirra selt á 500 krónur. Forsvarsmenn verkefnisins færðu Fjölskylduhjálp Íslands á dögunum afrakstur söfnunarinnar, alls 402.500 krónur. „Það er mikill fengur í slíkum styrk og viljum við koma á framfæri innilegu þakklæti til Arca Design Island, Lógoflex og Markó-merkja,“ segir í tilkynningu frá Fjölskylduhjálpinni.