Barack Obama
Barack Obama
Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur lagt til að arðgreiðslur tekjuhárra einstaklinga – þeirra sem eru með meira en 200 þúsund Bandaríkjadali í árslaun (25 milljónir króna) – verði skattlagðar eins og um tekjur væri að ræða.

Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur lagt til að arðgreiðslur tekjuhárra einstaklinga – þeirra sem eru með meira en 200 þúsund Bandaríkjadali í árslaun (25 milljónir króna) – verði skattlagðar eins og um tekjur væri að ræða. Í slíkum tilfellum myndi skattprósentan hækka úr 15% í 39,6%.

Þetta kemur fram í fjárlagatillögum fyrir árið 2013 sem Obama kynnti fyrir Bandaríkjaþingi á mánudag. Tillögurnar gera einnig ráð fyrir því að hæsta tekjuskattsþrepið hækki úr 35% í 39,6%. Að sögn stjórnmálaskýrenda vestanhafs er ljóst að frumvarpið mun mæta mikilli andstöðu hjá Repúblikanaflokknum, en hann hefur meirihluta um þessar mundir í fulltrúadeild Bandaríkjaþings.