Tónleikar Páll Rósinkrans leiðir Jet black Joe á sviði.
Tónleikar Páll Rósinkrans leiðir Jet black Joe á sviði. — Morgunblaðið/Golli
Hljómsveitin Jet black Joe með Pál Rósinkranz í fararbroddi mun leika á Vetrartónleikaröð Hvíta hússins á föstudagskvöldið, 17.
Hljómsveitin Jet black Joe með Pál Rósinkranz í fararbroddi mun leika á Vetrartónleikaröð Hvíta hússins á föstudagskvöldið, 17. febrúar, og verður húsið opnað um níuleytið fyrir áhugasama en tónleikarnir sjálfir hefjast svo ekki fyrr en klukkan að verða tíu. Jet black Joe þarf varla að kynna fyrir landsmönnum en fyrir þá sem ekki þekkja til sveitarinnar þá var hún stofnuð 1992 og naut mikilla vinsælda á Íslandi og stefndi út í mögulega heimsfrægð. Hljómsveitin lagið hins vegar upp laupana 1996 í framhaldi af því að Páll Rósinkranz frelsaðist og lagið lífsstílinn sem fylgdi sveitinni á hilluna. Tónleikarnir um helgina eru fyrstu „sitjandi“ tónleikar sveitarinnar á Suðurlandi síðan '92 og því löngu tímabærir.