— Morgunblaðið/Eggert
Ármann Kr. Ólafsson, oddviti sjálfstæðismanna, var kjörinn bæjarstjóri Kópavogs á fundi bæjarstjórnar í gær. Málefnasamningur nýs meirihluta var kynntur á fundinum.

Ármann Kr. Ólafsson, oddviti sjálfstæðismanna, var kjörinn bæjarstjóri Kópavogs á fundi bæjarstjórnar í gær. Málefnasamningur nýs meirihluta var kynntur á fundinum. Ármann var kjörinn með sex atkvæðum en fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Y-lista Kópavogsbúa standa að meirihlutanum. Í leynilegri atkvæðagreiðslu fékk Ómar Stefánsson eitt atkvæði en fjórir fulltrúar greiddu ekki atkvæði.

Margrét Björnsdóttir, Sjálfstæðisflokki, var kjörin forseti bæjarstjórnar. Rannveig H. Ágeirsdóttir verður formaður bæjarráðs og þar sitja með henni hinir oddvitar meirihlutaflokkanna. Gunnar I. Birgisson, fyrrverandi bæjarstjóri, verður formaður framkvæmdaráðs.