— Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Landssamtök landeigenda á Íslandi (LLÍ) ætla að fjalla um vernd eignarréttarins og áformuð inngrip í eignarréttinn á málþingi að loknum aðalfundi sínum á Hótel Sögu nk. fimmtudag, 16. febrúar, kl. 15:00.

Landssamtök landeigenda á Íslandi (LLÍ) ætla að fjalla um vernd eignarréttarins og áformuð inngrip í eignarréttinn á málþingi að loknum aðalfundi sínum á Hótel Sögu nk. fimmtudag, 16. febrúar, kl. 15:00.

Róbert Spanó fjallar um vernd eignarréttar samkvæmt mannréttindasáttmála Evrópu og rétt landeigenda og Karl Axelsson fjallar um heimildir almenna löggjafans til inngripa í stjórnarskrárvarinn eignarrétt landeigenda og hversu langt verði gengið í þeim efnum.