Afmæli Þau voru heiðruð, f.v. Vífill Oddsson, heiðursfélagi VFÍ, Guðmundur Guðmundsson, Sólveig Þorvaldsdóttir, Steinar Friðgeirsson og Steindór Guðmundsson.
Afmæli Þau voru heiðruð, f.v. Vífill Oddsson, heiðursfélagi VFÍ, Guðmundur Guðmundsson, Sólveig Þorvaldsdóttir, Steinar Friðgeirsson og Steindór Guðmundsson.
Á árshátíð Verkfræðingafélags Íslands voru fimm verkfræðingar heiðraðir.

Á árshátíð Verkfræðingafélags Íslands voru fimm verkfræðingar heiðraðir. Vífill Oddsson var útnefndur heiðursfélagi sem er æðsta viðurkenning félagsins og Guðmundur Guðmundsson, Sólveig Þorvaldsdóttir, Steinar Friðgeirsson og Steindór Guðmundsson voru sæmd heiðursmerki félagsins. Heiðursfélagi Verkfræðingafélags Íslands er sæmdarheiti, sem aðeins hlotnast mönnum, sem leyst hafa af hendi sérlega mikilsverð störf á sviði félagsmála VFÍ eða frábær verkfræði- eða vísindastörf. Vífill Oddsson er sá 22. í röðinni sem hlýtur þetta sæmdarheiti í 100 ára sögu félagsins. Ríflega eitt hundrað einstaklingar hafa hlotið

heiðursmerki VFÍ.

Verkfræðingafélag Íslands verður 100 ára sumardaginn fyrsta, 19. apríl. Afmælisins verður minnst með ýmsum hætti á afmælisárinu. Á sjálfan afmælisdaginn verður glæsileg afmælishátíð í Hörpu og eru allir félagsmenn og velunnarar félagsins velkomnir