— Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Vilhjálmur Steingrímsson læknanemi hlaut í gær Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands fyrir áhættureikni fyrir hjarta- og kransæðasjúkdóma hjá öldruðum. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhenti verðlaunin á Bessastöðum.

Vilhjálmur Steingrímsson læknanemi hlaut í gær Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands fyrir áhættureikni fyrir hjarta- og kransæðasjúkdóma hjá öldruðum. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhenti verðlaunin á Bessastöðum.

Verkefni Vilhjálms gekk út á að útbúa tól sem aðstoðar við mat á hættu á hjartaáföllum til skamms tíma hjá öldruðum en slík tól eru ekki aðgengileg í Evrópu í dag.

Dómnefndin taldi verkefni Vilhjálms hafa til að bera alla þá eiginleika sem litið er til við mat á verkefnum. Það leiddi til nýsköpunar og hagnýtingarmöguleikar þess væru miklir. Það vekti einnig umhugsun um málefni aldraðra. Alls voru sex verkefni tilnefnd til verðlaunanna í ár.