Stjörnur Hilmar Guðjónsson í hópi annarra ungra og efnilegra leikara í Berlín þar sem vel var tekið á móti honum og kollegum hans.
Stjörnur Hilmar Guðjónsson í hópi annarra ungra og efnilegra leikara í Berlín þar sem vel var tekið á móti honum og kollegum hans.
Hilmar Guðjónsson og níu ungir leikarar frá jafnmörgum löndum, sem tilnefndir voru efnilegustu ungu leikararnir í Evrópu, Shooting Stars árið 2012, voru mikið í sviðsljósinu á 62. Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Berlín, Berlinale, sem haldin er 9.
Hilmar Guðjónsson og níu ungir leikarar frá jafnmörgum löndum, sem tilnefndir voru efnilegustu ungu leikararnir í Evrópu, Shooting Stars árið 2012, voru mikið í sviðsljósinu á 62. Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Berlín, Berlinale, sem haldin er 9. til 19. febrúar. Hápunkturinn var Shooting Stars-verðlaunaafhendingin í Berlinale-höllinni að kvöldi 13. febrúar. Alþjóðleg dómnefnd á vegum European Film Promotion, EFP, tilnefndi tíu leikara í Shooting Stars-hópinn og var Hilmar einkum tilnefndur fyrir leik sinn í „Á annan veg“ í leikstjórn Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, en jafnframt leit nefndin til frammistöðu hans í „Bjarnfreðarsyni“ í leikstjórn Ragnars Bragasonar. Breski leikarinn John Hurt og sá danski Thure Lindhardt afhentu verðlaunin.