Ríkissjóður Grikklands tók í gær tilboðum fyrir 1,3 milljarða evra í ríkisbréf til þriggja mánaða og er ávöxtunarkrafan 4,61%.
Ríkissjóður Grikklands tók í gær tilboðum fyrir 1,3 milljarða evra í ríkisbréf til þriggja mánaða og er ávöxtunarkrafan 4,61%. Alls bárust tilboð fyrir 2,701 milljarð evra í útboðinu sem er það fyrsta sem ráðist er í eftir að gríska þingið samþykkti verulegan niðurskurð á ríkisútgjöldum. Hann var skilyrði þess að Grikkir fengju 130 milljarða evra björgunarpakka frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.