Meðalaldur íslenska fiskiskipaflotans hefur hækkað um sex ár á fjórtán ára tímabili. Á sama tíma hefur heildarfjöldi fiskiskipa minnkað um 18%, úr 2.029 í 1.659 skip.

Meðalaldur íslenska fiskiskipaflotans hefur hækkað um sex ár á fjórtán ára tímabili. Á sama tíma hefur heildarfjöldi fiskiskipa minnkað um 18%, úr 2.029 í 1.659 skip.

„Það er auðvitað stóralvarlegt mál ef það er ekki verið að endurnýja fiskiskipaflotann,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem fékk í gær svar frá innanríkisráðherra um aldur skráningarskyldra íslenskra fiskiskipa aftur til 1998.

„Flotinn er að eldast og er mun eldri en ég ætlaði,“ segir Guðlaugur og tekur sem dæmi að meðalaldur 24-45 m skipa sé nú kominn upp í 35 ár og hafi hækkað um níu ár á 15 ára tímabili. Það sé alvarlegt mál ef ekki er verið að endurnýja fiskiskipaflotann.

Hluti af öryggismálum

Guðlaugur bendir á að stutt sé síðan Íslendingar voru minntir rækilega á mikilvægi þess að öryggismál sjómanna séu í lagi.

„Það vantar að komið sé meira inn á þann þátt þegar verið er að ræða sjávarútvegsmálin,“ segir Guðlaugur. Endurnýjun fiskiskipaflotans sé varla fyrirsjáanleg á meðan ríkisstjórnin haldi sjávarútvegsútmálum í óvissu.

sigrunrosa@mbl.is