15. febrúar 1917 Kristín Ólafsdóttir lauk læknaprófi fyrst íslenskra kvenna og varð þar með fyrsta konan sem lauk embættisprófi frá Háskóla Íslands. 15. febrúar 1923 Ingibjörg H.

15. febrúar 1917

Kristín Ólafsdóttir lauk læknaprófi fyrst íslenskra kvenna og varð þar með fyrsta konan sem lauk embættisprófi frá Háskóla Íslands.

15. febrúar 1923

Ingibjörg H. Bjarnason, fyrsta konan sem kosin var á löggjafarþing Íslendinga, tók sæti á Alþingi. Hún sat á átta þingum og var jafnan eina konan.

15. febrúar 1940

Sigurður Nordal flutti fyrsta útvarpserindið af sex undir heitinu Líf og dauði. Þetta varð „einn frægasti erindaflokkur í sögu Ríkisútvarpsins“, segir í bókinni Útvarp Reykjavík.

15. febrúar 1959

Togarinn Þorkell máni kom úr svaðilför af Nýfundnalandsmiðum en þar höfðu skipverjar þurft að standa við íshögg hvíldarlaust í þrjá sólarhringa.

Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson