Vilhjálmur Þorsteinsson
Vilhjálmur Þorsteinsson
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Til að tryggja þau faglegu vinnubrögð sem ríkisstjórnin er fræg fyrir fékk iðnaðarráðherra Samfylkingarinnar gjaldkera Samfylkingarinnar til að stýra stýrihópi um „Heildstæða orkustefnu fyrir Ísland“.

Til að tryggja þau faglegu vinnubrögð sem ríkisstjórnin er fræg fyrir fékk iðnaðarráðherra Samfylkingarinnar gjaldkera Samfylkingarinnar til að stýra stýrihópi um „Heildstæða orkustefnu fyrir Ísland“.

Þetta er vel við hæfi því að umræddur gjaldkeri er um það bil sá eini sem í tíð gagnsæju ríkisstjórnarinnar hefur fengið að bætast í hóp þeirra sem nýta orkuauðlindir Íslands.

Skýrsla gjaldkerans var rædd á þingi í gær og mun vafalítið fá mikla umræðu þar og annars staðar. Sú umræða verður örugglega ekki síðri en umræðan um rammaáætlun og ekki síður gagnleg.

Rammaáætlun ætlaði forsætisráðherra að klára fyrir tveimur árum enda væri hún forgangsmál. Síðan hefur áætlunin staðið í ríkisstjórninni sem hefur rætt hana fram og til baka á bak við luktar dyr og tafið um leið nýtingu orkuauðlindanna.

Nema að vísu fyrir gjaldkera Samfylkingarinnar.

En nú þegar umræður fara fram um heildstæða orkustefnu ofan á leyniumræður um rammaáætlun hlýtur efnahagur landsins að fara að vænkast.

Ekki er að efa að þessar umræður verði virkjaðar í þágu lands og þjóðar.

Eða í það minnsta Samfylkingar.