Nýtt met var sett í útflutningi á frönsku áfengi í fyrra en alls nam útflutningurinn frá Frakklandi rúmum 10 milljörðum evra, 1.623 milljarða króna .

Nýtt met var sett í útflutningi á frönsku áfengi í fyrra en alls nam útflutningurinn frá Frakklandi rúmum 10 milljörðum evra, 1.623 milljarða króna . Er það 10,55% aukning í tekjum á milli ára, en magnaukningin í útflutningi er mun minni og nemur einungis 2,4%.

Útflutningur á áfengi er einn stærsti liðurinn í útflutningstekjum Frakka.

Stærsti hluti útflutts áfengis frá Frakklandi fer til annarra ríkja í Evrópu en mikill vöxtur er í útflutningi til Asíu.