Skotspónn Ýmiss konar ljóskubrandarar eru orðnir klassískir.
Skotspónn Ýmiss konar ljóskubrandarar eru orðnir klassískir.
Bryndís Björgvinsdóttir, MA í þjóðfræði, heldur á morgun hádegisfyrirlestur sem ber heitið „Af hverju eru konur með fætur? Eiginkonur, ljóskur, hórur og fleiri kvenpersónur í nýlegum íslenskum bröndurum.

Bryndís Björgvinsdóttir, MA í þjóðfræði, heldur á morgun hádegisfyrirlestur sem ber heitið „Af hverju eru konur með fætur? Eiginkonur, ljóskur, hórur og fleiri kvenpersónur í nýlegum íslenskum bröndurum.“

Frá árinu 2000 hafa þjóðfræðanemar við Háskóla Íslands safnað þjóðfræðadæmum, bröndurum, flökkusögnum, orðrómum, siðum og öðru af svipuðu toga – sem eru í umferð hverju sinni. Nú er svo komið að dæmin eru orðin yfir tvö þúsund talsins, þar á meðal sex hundruð og fimmtíu brandarar. Þeir hafa nú verið flokkaðir, ásamt hinum dæmunum, og greindir í gagnagrunn í von um að þeir geti nýst sem aðgengilegar heimildir í ýmiskonar rannsóknum.

Meira en þriðjungur af þessum bröndurum fjallar um kynin, og þá sérstaklega um ætlaðan eðlismun kynjanna. Í fyrirlestrinum verður sérstaklega rýnt í brandara um mismun og eðli kynjanna og leitast verður við að sýna og útskýra þá birtingarmynd kvenna sem þeir endurspegla.

Fyrirlesturinn fer fram í Öskju, stofu 132, kl. 12:00-13:00.