Lausn Koma má hlutunum fyrir á haganlegan hátt sem þennan.
Lausn Koma má hlutunum fyrir á haganlegan hátt sem þennan. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Mikið er til af fallegum vefsíðum þar sem fólk bloggar um daglegt líf og heimilið og setur inn myndir af alls konar sniðugum lausnum til að breyta og bæta heima fyrir. Á vefsíðunni dossag.blogspot.

Mikið er til af fallegum vefsíðum þar sem fólk bloggar um daglegt líf og heimilið og setur inn myndir af alls konar sniðugum lausnum til að breyta og bæta heima fyrir. Á vefsíðunni dossag.blogspot.com heldur íslenski fagurkerinn Dossa úti flottu bloggi sem er heimilisblogg um daginn og veginn, líkt og Dossa segir sjálf á vefsíðunni.

Á vefsíðunni er meðal annars að finna ævintýralegar myndir úr afmæli á heimilinu. Eru bæði veitingar og skreytingar mjög skemmtilegar og hægt að fá þar margar góðar hugmyndir. Eins er Dossa ófeimin við að sýna fólki heimilið sitt og þær lausnir sem hún notar þar til að koma hlutunum haganlega og smekklega fyrir. Fagurkerar á öllum aldri ættu að geta gleymt sér dágóða stund á blogginu hennar Dossu. Það er gaman að til skuli vera svo duglegir bloggarar sem dreifa hugmyndum að því hvernig gera megi hið daglega umhverfi okkar dálítið skemmtilegra. Inni á síðunni má líka finna tengla á fleiri fagurkera og þræða sig þannig sífellt lengra áfram í hugmyndafrumskóginum.