Breytingar sem gerðar voru á almannatryggingakerfinu á árinu 2009 skertu tekjur aldraðra meira en annarra þjóðfélagshópa. Þar er einkum átt við tekjutengingu grunnlífeyris og fulla tekjutengingu fjármagnstekna, sem áður voru tekjutengdar að hálfu.

Breytingar sem gerðar voru á almannatryggingakerfinu á árinu 2009 skertu tekjur aldraðra meira en annarra þjóðfélagshópa. Þar er einkum átt við tekjutengingu grunnlífeyris og fulla tekjutengingu fjármagnstekna, sem áður voru tekjutengdar að hálfu.

Þetta kemur fram í ályktun sem Landssamband eldri borgara sendi frá sér í tilefni af umræðum um skýrslu um lífeyrissjóðina.

Í ályktun frá landssambandinu segir að það fagni aukinni umræðu um málefni lífeyrissjóða og útkomu skýrslu rannsóknarnefndar lífeyrissjóðanna. Landssambandið minnir á að lífeyrissjóðirnir hafi verið helsta uppspretta sparnaðar á undanförnum áratugum og mikilvæg undirstaða velferðar- og fjármálakerfis landsmanna. Lífeyriskerfið byggist í grunninn á hugmyndafræði sameiginlegrar ábyrgðar vinnuveitenda og launþega á velferðarmálum og heilbrigðum atvinnurekstri og sé í andstöðu við átakastjórnmál og stéttastríð. Traust launamanna og lífeyrisþega á lífeyrissjóðunum hafi þó beðið hnekki.