— Morgunblaðið/Árni Sæberg
Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Í lok síðustu viku birti Össur hf.

Börkur Gunnarsson

borkur@mbl.is

Í lok síðustu viku birti Össur hf. ársuppgjör sitt og kom þar fram að söluvöxtur á árinu 2011 hefði verið góður eða um 9% og að heildarsalan hefði numið 401 milljón Bandaríkjadala samanborið við 359 milljónir dala árið 2010.

Engu að síður er bæði hagnaðurinn og vöxturinn minni en sumir greiningaraðilar höfðu gert ráð fyrir og þegar Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, er spurður hvort það valdi ekki einhverri óánægju segir hann svo ekki vera: „Við höfðum stefnt að svona vexti og hagnaði og þó svo að einhverjar greiningardeildir hafi talið að við myndum vaxa enn meira en við reiknuðum með þá erum við mjög ánægð með árið,“ segir Jón.

Jón mun halda fyrirlestur á Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs í dag þar sem hann spyr hvers virði sérstaða Íslands sé. Þar mun hann meðal annars fjalla um muninn á því að fá erlenda viðskiptamenn til Íslands og að koma til annarra landa sem erlendur viðskiptamaður.

Ársreikningur 2011
» Heildarsala Össurar var 401 milljón Bandaríkjadala.
» EBITDA nam 76 milljónum Bandaríkjadala eða 19% af sölu. Framlegð nam 249 milljónum dala eða 62% af sölu og hagnaður nam 37 milljónum dala eða 9% af sölu.
» Árangur ársins þakka forsvarsmenn fyrirtækisins aðallega fjárfestingum í nýjum sölukerfum sem jók söluna, stöðugu framboði á nýjum vörum og nýju verksmiðjunni í Mexíkó.