Í keppninni Jófríður Ákadóttir og Áslaug Rún Magnúsdóttir lentu í þriðja sæti í slamminu.
Í keppninni Jófríður Ákadóttir og Áslaug Rún Magnúsdóttir lentu í þriðja sæti í slamminu.
Hin myrka sveit NYIÞ bar sigur úr býtum á fimmta ljóðaslammi Borgarbókasafns sem haldið var á Safnanótt um liðna helgi. Tíu atriði kepptu þar til verðlauna og var dagskráin bæði fjölbreytt og metnaðarfull.

Hin myrka sveit NYIÞ bar sigur úr býtum á fimmta ljóðaslammi Borgarbókasafns sem haldið var á Safnanótt um liðna helgi. Tíu atriði kepptu þar til verðlauna og var dagskráin bæði fjölbreytt og metnaðarfull.

Viðfangsefni kvöldsins var „myrkur“ í takt við þema Vetrarhátíðar og tókust ljóðskáldin á við það með mismunandi hætti. Sumir tróðu upp með hefðbundna texta en aðrir lögðu meira upp úr sviðsmynd og heildaráhrifum. NYIÞ-hópurin kallaði atriði sitt „Til eru hræ“ og mun það hafa vakið hroll með áhorfendum. Hópinn skipa fjórir ungir menn sem koma fram nafnlausir og óþekkjanlegir í svörtum klæðum. Verðlaunatextann fluttu þeir við undirleik sellós, keðju, trommu og harmónikku.

Í öðru sæti ljóðaslammsins var Ísak Regal með rökkurljóðið „Leyndardómur í sígarettupakka“, þar sem ferðast er um myrkari hliðar borgarinnar, og í þriðja sæti lentu Jófríður Ákadóttir og Áslaug Rún Magnúsdóttir með dulúðuga „Rökkurblíðu“, sem var rafmagnaðasta atriði slammsins að þessu sinni. Þær stöllur eru meðlimir hljómsveitarinnar Samaris sem sigraði í Músíktilraunum í fyrra.

Ljóðaslammið er orðið árlegur viðburður og eru þátttakendur á aldrinum 15 til 25 ára. Er það haldið í samstarfi við Félag íslenskra framhaldsskólanema og Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO. Dómnefnd skipuðu Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, María Þórðardóttir, Stefán Máni, Óttar Proppé og Úlfhildur Dagsdóttir.