Djúpköfun. Norður &spade;K972 &heart;D102 ⋄873 &klubs;K98 Vestur Austur &spade;8 &spade;64 &heart;Á8753 &heart;K964 ⋄DG102 ⋄K64 &klubs;D73 &klubs;G1065 Suður &spade;ÁDG1053 &heart;G ⋄Á95 &klubs;Á42 Suður spilar 4&spade;.

Djúpköfun.

Norður
K972
D102
873
K98
Vestur Austur
8 64
Á8753 K964
DG102 K64
D73 G1065
Suður
ÁDG1053
G
Á95
Á42
Suður spilar 4.

Venjulega er rétt að setja lágt í annarri hendi, alls ekki alltaf – þumalputtareglur eru viðmiðanir, ekki algild lögmál. Vandinn er að vita hvenær eigi að sveigja af leið. Í spili gærdagsins snerist málið um að nýta innkomu millihandar strax. Hér er önnur ástæða að baki. Suður spilar 4. Útspilið er D, sem sagnhafi dúkkar, drepur næsta tígul, tekur tvisvar tromp og spilar loks hjarta úr borði. Austur á leikinn.

Þetta er lymskulega spilað. Ef austur fylgir þumlinum og setur smátt í slaginn, verður síðar hægt að trompsvína fyrir K og þá mun lítið fara fyrir laufslag varnarinnar. Nei, austur verður að bregða venjunni og stinga upp kóng. Það er erfið vörn að finna við borðið, því fæstir kafa djúpt í svo hversdagslegri stöðu?