Enn lækkar gengi krónunnar og nálgast gengisvísitalan óðum 223 stig. Hefur gengi krónunnar ekki verið svo lágt miðað við gengisvísitöluna síðan um miðjan maí árið 2010.
Enn lækkar gengi krónunnar og nálgast gengisvísitalan óðum 223 stig. Hefur gengi krónunnar ekki verið svo lágt miðað við gengisvísitöluna síðan um miðjan maí árið 2010. Frá áramótum nemur veiking krónunnar rúmlega 2,5%, og af helstu viðskiptamyntum hefur krónan veikst einna mest gagnvart evrunni á tímabilinu. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningardeildar Íslandsbanka í gær. Hefur krónan veikst um rúm 3,0% frá áramótum gagnvart evrunni, sem hefur ekki verið eins dýr og nú síðan í lok ágúst í fyrra.