Innovit Nýsköpunar- og Frumkvöðlasetur gengst fyrir atvinnu- og nýsköpunarhelgi á Akureyri um næstu helgi, 24. til 26. febrúar. Viðburðurinn er haldinn í þeim tilgangi að hjálpa einstaklingum að koma hugmyndum sínum í framkvæmd.
Innovit Nýsköpunar- og Frumkvöðlasetur gengst fyrir atvinnu- og nýsköpunarhelgi á Akureyri um næstu helgi, 24. til 26. febrúar. Viðburðurinn er haldinn í þeim tilgangi að hjálpa einstaklingum að koma hugmyndum sínum í framkvæmd. Innovit og Landsbankinn í samstarfi við Akureyrarbæ og Tækifæri fjárfestingarsjóð eru skipuleggjendur helgarinnar. Eins styðja fjölmörg önnur viðburðinn. Allir geta tekið þátt; þeir sem hafa hugmynd að vöru eða þjónustu og einnig þeir sem vilja hjálpa hugmyndum annarra við að verða að veruleika.