Aðalsteinn Ingólfsson
Aðalsteinn Ingólfsson
Annað kvöld, fimmtudag klukkan 20, flytur Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur fyrirlestur í Hafnarborg. Fyrirlesturinn kallar hann Tíu kyrralíf (og nokkur til vara). Aðalsteinn mun þar fjalla um kyrralífsmyndina í sögulegu og hugmyndalegu ljósi.
Annað kvöld, fimmtudag klukkan 20, flytur Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur fyrirlestur í Hafnarborg. Fyrirlesturinn kallar hann Tíu kyrralíf (og nokkur til vara). Aðalsteinn mun þar fjalla um kyrralífsmyndina í sögulegu og hugmyndalegu ljósi. Efni fyrirlestrarins tengist sýningunni Kyrralíf sem nú stendur yfir í aðalsal Hafnarborgar. Á sýningunni er að finna rúmlega fjörutíu verk eftir listamenn ólíkra kynslóða, þar á meðal eru verk eftir Kristínu Jónsdóttur, Jón Stefánsson, Júlíönu Sveinsdóttur, Kjarval og Louisu Matthíasdóttur.