Samkomulag Orri Hauksson og Einar Örn Benediktsson, fulltrúar SI og borgarinnar.
Samkomulag Orri Hauksson og Einar Örn Benediktsson, fulltrúar SI og borgarinnar. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Icelandair og Reykjavíkurborg hafa undirritað samning til þriggja ára við Samtök iðnaðarins (SI) um rekstur Food & Fun-hátíðarinnar, sem byrjar hinn 29. febrúar og er nú haldin í 11 skiptið. Þá hafa SI og viðburðafyrirtækið Main Course ehf.

Icelandair og Reykjavíkurborg hafa undirritað samning til þriggja ára við Samtök iðnaðarins (SI) um rekstur Food & Fun-hátíðarinnar, sem byrjar hinn 29. febrúar og er nú haldin í 11 skiptið. Þá hafa SI og viðburðafyrirtækið Main Course ehf. undirritað samning um að þeir síðarnefndu hafi umsjón með verklegum hluta hátíðarinnar ásamt verkefnastjóra.

Í tilkynningu segir að með samningnum sé lagður traustur grunnur að því að þróa og efla matarhátíðina. Hátíðin í ár verður sú umfangsmesta til þessa en 16 veitingahús taka á móti erlendum matreiðslumeisturum og fjöldi erlendra blaðamanna hefur aldrei verið meiri.