Gaman Eflaust ætla fjölmargir krakkar að leggja leið sína í Gerðuberg í dag.
Gaman Eflaust ætla fjölmargir krakkar að leggja leið sína í Gerðuberg í dag.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Öskudagur er sannarlega kærkominn gleðigjafi í febrúarmánuði, sprellfjörugur dagur þar sem krakkar fara í búninga og skemmta sér. Í dag kl.
Öskudagur er sannarlega kærkominn gleðigjafi í febrúarmánuði, sprellfjörugur dagur þar sem krakkar fara í búninga og skemmta sér. Í dag kl. 14-16 verður haldið hið árlega Öskudagsball í Gerðubergi en undanfarin ár hefur þar verið haldið upp á gamlar hefðir og öskudagsböllin endurvakin. Húsið hefur fyllst af kátum krökkum, héðan og þaðan úr bænum, sem hafa skemmt sér konunglega. Foreldrar eru hvattir til að koma með börnin sín og dansa og syngja. Edda Borg og hljómsveit ætla að leika fyrir dansi og spila sígild barnalög. Einnig kemur töframaðurinn John Tómasson og sýnir sín landsþekktu töfrabrögð. Í lokin verður kötturinn sleginn úr tunnunni á torginu við Gerðuberg og Miðberg og þá verður nú aldeilis fjör. Vert er að taka fram að allir ættu að vera með góðar úlpur og húfur með sér, því enginn veit hvernig veðrið verður og ekkert gaman ef manni verður kalt. Allir velkomnir og ókeypis aðgangur.