— AP
Stórleikarinn Antonio Banderas mun leika listamanninn og málarann fræga Picasso í myndinni 33 Days eða 33 dagar. Myndin fjallar um það tímabil í lífi listamannsins þegar hann vann verk sitt Guernica sem er án efa eitt hans allra frægasta verk.

Stórleikarinn Antonio Banderas mun leika listamanninn og málarann fræga Picasso í myndinni 33 Days eða 33 dagar. Myndin fjallar um það tímabil í lífi listamannsins þegar hann vann verk sitt Guernica sem er án efa eitt hans allra frægasta verk. Verkið er ádeila Picassos á Francisco Franco og leið hans til valda á Spáni og er tileinkað loftárásinni á bæinn Guernica sem er í Baskahéraði á Spáni. Verkið sem er gífurlega stórt var sýnt um allan heim og öðlaðist fljótt heimsfrægð.

Banderas er ekki nýr í nálgun sinni á listina en hann lék í mynd um Frida Kahlo árið 2002 með Salma Hayek og Alfred Molina. Sir Anthony Hopkins lék málarann fræga síðast árið 1996 í myndinni Surviving Picasso eftir James Ivory.