Tilkynnt hefur verið um þau tónlistarmyndbönd og plötuumslög sem eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna.
Tilkynnt hefur verið um þau tónlistarmyndbönd og plötuumslög sem eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna. Myndböndin eru „Kimba“ með Retro Stefson (leikstjóri Árni Sveinsson), „Over“ með GusGus (Ellen Lofts og Þorbjörn Ingason), „Smashed Birds“ með Sóley (Ingibjörg Birgisdóttir), „Two Boys“ með Sin Fang (Ingibjörg Birgisdóttir) og „Slowlights“ með Sin Fang (Máni M. Sigfússon). Plötuumslögin eru Arabian Horse með GusGus (hönnun Paul McMenamin), Summer Echoes með Sin Fang (Ingibjörg Birgisdóttir), Órar með Hjálmum (Bobby Breiðholt), Inni með Sigur Rós (Sarah Hopper) og Mesópótamía með Sykri (Siggi Odds). Athygli vekur að Ingibjörg Birgisdóttir er með samtals þrjár tilnefningar. Á vef mbl.is er hafin kosning á vinsælasta tónlistarflytjandanum. Kosningin stendur yfir til miðnættis 28. febrúar.