Hverfur Íshellir í Langjökli.
Hverfur Íshellir í Langjökli. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Í skýrslu Norrænu ráðherranefndarinnar um loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á endurnýjanlega orkugjafa á 21. öld eru birtir nýir útreikningar á líklegum breytingum á jöklum á Íslandi, í Noregi og í Svíþjóð.

Í skýrslu Norrænu ráðherranefndarinnar um loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á endurnýjanlega orkugjafa á 21. öld eru birtir nýir útreikningar á líklegum breytingum á jöklum á Íslandi, í Noregi og í Svíþjóð. Því er spáð að rúmmál Langjökuls hafi minnkað um 30% árið 2050 og rúmlega 80% við aldarlok. Samsvarandi tölur fyrir Hofsjökul eru 20% árið 2050 og 40% árið 2100. Afrennsli frá jöklum verður í hámarki á árunum 2040-2050.

Skýrslan er samvinnuverkefni um 30 stofnana og fyrirtækja og var Árni Snorrason, forstjóri Veðurstofunnar, verkefnisstjóri. Í skýrslunni voru reiknaðar út sviðsmyndir, þ.e. möguleg þróun, fyrir tímabilið 2021-2050 og niðurstöður bornar saman við tímabilið 1961-1990. Áætluð hlýnun á Norðurlöndunum og Eystrasaltslöndunum verður 1-2° að sumarlagi.

Líkleg hlýnun hérlendis var metin 1-2°C að sumarlagi en heldur meiri að vetrarlagi.

Hér er miðað við meðaltal áranna 1961-1990 og hluti hlýnunarinnar er því þegar kominn fram. Einnig er talið líklegt að úrkoma hér á landi fari vaxandi en aukningin verði ekki umfram 10%. Ekki er spáð miklum breytingum á vindhraða.