RBS Bankinn
RBS Bankinn
Yfirmenn í bönkum Royal Bank of Scotland (RBS) og Barclays munu líklegast halda bónusum sínum þrátt fyrir hrikalegt tap bankanna.

Yfirmenn í bönkum Royal Bank of Scotland (RBS) og Barclays munu líklegast halda bónusum sínum þrátt fyrir hrikalegt tap bankanna. Lloyds bankinn setti ákveðið fordæmi á mánudaginn einsog sagt var frá í Morgunblaðinu þar sem þeir tóku til baka um það bil 400 milljóna króna bónusa af tíu yfirmönnum bankans enda höfðu ákvarðanir þeirra leitt til mikils tapreksturs, sérstaklega vegna sölu á ákveðnum tryggingum fyrir greiðslu af lánum ef fólk veiktist. Þessi sala á tryggingum reyndist ólögleg og leiddi til málsókna og mikils taps fyrir bankana. Þessu fordæmi um afturköllun bónusa ætla hinir bankarnir ekki að fylgja þótt allir hafi þeir selt slíkar tryggingar og valdið bönkum sínum miklu tjóni. Stærstu bresku bankarnir hafa lagt til hliðar um 6 milljarða punda (1.175 milljarða króna) til að mæta kostnaði við endurgreiðslur á þessum tryggingum og málarekstri.

Lloyds bankinn var einna öflugastur í sölu á þessum tryggingum en RBS tapaði einnig um 850 milljónum punda á þessum viðskiptum eða yfir 166 milljörðum íslenskra króna.