Brim Yfirborð sjávar mun hækka.
Brim Yfirborð sjávar mun hækka. — Morgunblaðið/Ómar
Á kynningarfundi um skýrsluna í gær kom fram að Landsvirkjun, Siglingastofnun og Vegagerðin hefðu tekið mið af áhrifum hlýnandi loftslags í um áratug.

Á kynningarfundi um skýrsluna í gær kom fram að Landsvirkjun, Siglingastofnun og Vegagerðin hefðu tekið mið af áhrifum hlýnandi loftslags í um áratug.

Tómas Jóhannesson, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofunni, sagði að það kæmi kannski á óvart hversu aðlögun þessara stofnana væri langt komin. „Oft er í fréttum verið að tala um einhverja forsetaframbjóðendur í Bandaríkjunum og miklar deilur um hvort það séu einhverjar loftslagsbreytingar og hin og þessi hneyksli og ég veit ekki hvað og hvað. En þá átta menn sig ekki á því að það eru tíu ár síðan menn tóku þetta mál inn í ákvarðanir um hönnun hér,“ sagði hann.

Halldór Björnsson, haf- og veðurfræðingur, sagði að framundan væri að meta aðlögunarþörf á öðrum sviðum en orkuframleiðslu. Til dæmis yrði að huga betur að áhrifum af hækkun sjávaryfirborðs, s.s. hönnun vega og skipulag bæjarfélaga, ekki síst þeirra sem liggja lágt, s.s. Eyrarbakka, Siglufjarðar, Álftaness o.fl.