Fjör Rakel Logadóttir, fyrirliði Vals, með boltann í leiknum gegn Stjörnunni í Kórnum í gær en hún skoraði fyrra mark Vals í leiknum.
Fjör Rakel Logadóttir, fyrirliði Vals, með boltann í leiknum gegn Stjörnunni í Kórnum í gær en hún skoraði fyrra mark Vals í leiknum. — Morgunblaðið/Ómar
Valur hafði betur gegn Íslandsmeisturum Stjörnunnar, 2:0, í fyrsta leik liðanna í A-riðli Deildabikarkeppni KSÍ, Lengjubikarnum, í knattspyrnu en leikurinn fór fram í Kórnum í Kópavogi í gærkvöldi.

Valur hafði betur gegn Íslandsmeisturum Stjörnunnar, 2:0, í fyrsta leik liðanna í A-riðli Deildabikarkeppni KSÍ, Lengjubikarnum, í knattspyrnu en leikurinn fór fram í Kórnum í Kópavogi í gærkvöldi.

Rakel Logadóttir skoraði fyrra mark Hlíðarendaliðsins í fyrri hálfleik og undir lok leiksins bætti varamaðurinn Hugrún Arna Jónsdóttir við öðru marki fyrir Valsara.

Stjarnan átti tvö stangarskot í leiknum en Garðabæjarliðið á titil að verja. Liðið hafði betur á móti Val í úrslitaleik deildabikarkeppninnar í maí á síðasta ári, 2:1, og fylgdi því svo eftir með því að hampa Íslandsmeistaratitlinum um haustið. gummih@mbl.is