Ungum félagsmönnum Blindrafélagsins var nýverið boðið í heimsókn í sælgætisgerðina Freyju til að kynna sér framleiðsluna.

Ungum félagsmönnum Blindrafélagsins var nýverið boðið í heimsókn í sælgætisgerðina Freyju til að kynna sér framleiðsluna.

Undanfarin ár hefur sælgætisgerðin boðið fyrirtækjum að kaupa sælgæti fyrir öskudaginn og hefur hagnaður af sölu sælgætisins runnið til styrktarsjóðnum Blind börn á Íslandi. Fram kemur í fréttatilkynningu frá Blindrafélaginu að þetta hafi komið sér vel fyrir sjóðinn.

Sjóðurinn er notaður til að styrkja blind og sjónskert börn til kaupa á ýmsu því sem getur orðið þeim til aukins þroska og ánægju í lífinu.