Stjórnlagaráð Nú hefur alþingi ákveðið að stjórnlagaráð komi saman í fjóra daga í næsta mánuði. Formaður stjórnlagaráðs hefur ákveðið að taka ekki sæti á þinginu og hefur talað um að hún átti sig ekki á tilganginum með að stjórnlagaráð komi saman núna.
Stjórnlagaráð
Nú hefur alþingi ákveðið að stjórnlagaráð komi saman í fjóra daga í næsta mánuði. Formaður stjórnlagaráðs hefur ákveðið að taka ekki sæti á þinginu og hefur talað um að hún átti sig ekki á tilganginum með að stjórnlagaráð komi saman núna. Eins og alkunna er dæmdi Hæstiréttur kosningar til stjórnlagaþings eins og það hét þá ólöglega. Þetta minnir á þegar verið var að vekja upp gamla drauga á öldum áður. Manni finnst mörg mál bíða úrlausnar í þjóðfélaginu nú um stundir sem eru mikilvægari en þessi stjórnlagaráðsfundur. Það hefur löngum loðað við okkur Íslendinga að takast óhönduglega með stjórn efnahagsmála allt frá lýðveldisstofnun. Helst má nefna stöðugleika í efnahagsmálum á viðreisnarárunum 1959-71. Sú stjórn glímdi að vísu við mikinn efnahagsvanda við lok ferils síns en tókst að sigrast á honum og ríkisstjórnin sem tók við af henni 1971 tók við góðu búi. Það er alls ekkert samhengi milli farsællar stjórnunar efnahagsmála og efnis stjórnarskrár. Þess vegna átta ég mig ekki á tilganginum með að kveðja stjórnlagaráð aftur saman núna.
Sigurður Guðjón Haraldsson.
Svarað í síma 5691100 frá 10-12 velvakandi@mbl.is