Hreystifólk Sigurlið Holtaskóla 2011; fremri röð frá vinstri Eyþór Guðjónsson, Sólný Sif Jóhannsdóttir, Birkir Birkisson, Elva Dögg Sigurðardóttir. Í efri röð eru Andrés Guðmundsson hjá Skólahreysti, þá íþróttakennarar skólans þeir Gunnlaugur Kárason og Einar Guðberg Einarsson, og Lára Berglind Helgadóttir hjá Skólahreysti.
Hreystifólk Sigurlið Holtaskóla 2011; fremri röð frá vinstri Eyþór Guðjónsson, Sólný Sif Jóhannsdóttir, Birkir Birkisson, Elva Dögg Sigurðardóttir. Í efri röð eru Andrés Guðmundsson hjá Skólahreysti, þá íþróttakennarar skólans þeir Gunnlaugur Kárason og Einar Guðberg Einarsson, og Lára Berglind Helgadóttir hjá Skólahreysti.
Lið Holtaskóla í Keflavík vann Skólahreysti á síðasta ári. Sekúndubrot skildi að. Yngri nemendur áhugasamir. Jákvæð athygli, segir íþróttakennari skólans.

Góður árangur í Skólahreysti hefur smitað út frá sér. Haft afskaplega góð áhrif á allt skólastarfið og allir nemendur fylgjast með af áhuga,“ segir Einar Guðberg Einarsson íþróttakennari við Holtaskóla í Keflavík. Holtaskólakrakkar fóru með sigur af hólmi í Skólahreysti á síðasta ári en í lokakeppninni munaði aðeins einu stigi á þeim og liði Lindaskóla í Kópavogi. Sekúndubrot réðu úrslitum og heppni átti líka sinn þátt í sigrinum – eins og alltaf er.

Í góðri æfingu

Í Holtaskóla hafa æfingar Skólahreysti verið sérstakur valáfangi í tveimur efstu bekkjardeildunum.

„Þetta var svolítill hópur sem tók þátt í þessu í fyrra og fjögur eða fimm gátu strax út mjög afdráttarlaust að þau vildu komast í aðalkeppnina. Þessir krakkar voru í góðri æfingu og fóru langt á keppnisskapinu, þó þau hefðu bakgrunn úr öðrum íþróttagreinum; stelpurnar úr fimleikunum og strákarnir úr fótboltanum. En þetta kom allt með æfingunni sem var til að byrja með vikulega en þegar nær dró aðalkeppninni var hert á og þá æfðum við þrisvar í viku,“ segir Einar um æfingarnar sem meðal annars fóru fram við sundlaugina í Reykjanesbæ þar sem er æfingabraut sem nýtist vel vegna undirbúnings Skólahreysti. Hefur slíkum brautum verið komið upp á nokkrum stöðum á landinu og hafa æfingar í þeim allsstaðar notið mikilla vinsælda

Höfum traustan kjarna

„Við höfum stundum leyft krökkum úr yngri bekkjunum koma á æfingar hjá okkur og taka þátt, svona ef þau sýna virkilegan áhuga. Og sá hópur fer raunar ört stækkandi. Til framtíðar litið höfum við mjög væntanlega traustan kjarna sem mun gera góða hluti í Skólahreysti,“ segir Einar og bætir við að sigurinn á síðasta ári hafi vakið jákvæða athygli á Holtaskóla og ekki síður íþróttastarfi í Reykjanesbæ, almennt talað.

sbs@mbl.is