Oddný G. Harðardóttir
Oddný G. Harðardóttir
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Svo einkennilega sem það hljómar er það orðið þingmönnum Samfylkingarinnar sérstakt kappsmál að halda uppi álögum ríkisins á bensíni.

Svo einkennilega sem það hljómar er það orðið þingmönnum Samfylkingarinnar sérstakt kappsmál að halda uppi álögum ríkisins á bensíni. Í gær fóru fram umræður um þessi mál á Alþingi og þar töluðu þrír þingmenn Samfylkingarinnar ákaft fyrir því að álögur á bensín mættu alls ekki lækka.

Að mati þingmannanna var sérstök röksemd í málinu að útlit væri fyrir að eldsneytisverð mundi haldast hátt um langa framtíð og þess vegna væri óráðlegt að lækka álögurnar.

Einhver mundi sjálfsagt álíta að ef útlit væri fyrir að þetta háa heimsmarkaðsverð héldist lengi enn væri enn frekar ástæða til að lækka álögurnar en ef einungis væri um stundarhækkun að ræða.

En ekki þingmenn Samfylkingarinnar sem eru heillaðir af þessari glæstu framtíðarsýn.

Og þó að álögur á lítra séu hærri en gert er ráð fyrir í fjárlögum skiptir það ekki máli, því í umræðunum upplýsti fjármálaráðherra að hún vissi ekki við hvað væri miðað í fjárlögunum. Hvers vegna skyldi hún líka vita það þó að málið hefði verið linnulaust til umræðu frá því hún tók við?